Góður ársfundur trúnaðarmanna

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2009 var haldinn á laugardag. Fundinn sóttu um 50 trúnaðarmenn og fjöldi gesta. Fyrir fundinum lágu tvö meginefni; annars vegar um störf trúnaðarmanna og tengsl þeirra við félagið og hlutverk sem talsmaður verkalýðshreyfingarinnar á vinnustöðum, en hins vegar um hrun bankakerfis og enduruppbyggingu.

Gestir fundarins voru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, Jóhann Tryggvason, æskulýðs-og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og formaður Félags fjárfesta.

afl_trnaarmannafundur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar