Fyrsti leikur sumarsins á Vilhjálmsvelli

Höttur gerði jafntefli við Hamar þegar liðið gerði jafntefli þar í gær við Hamar. Fjarðabyggð tapaði fyir KA á Eskifirði í fyrrakvöld.

 

ImageGrasið á Vilhjálmsvelli er nær ónýtt og ekkert hefur verið hægt að leika á honum fyrr en nú. Þótt leikið hafi verið á honum í gær er grasið vont. En í ljósi þess að Hattarliðið hefur ekki tapað leik á grasi í sumar, en heimaleikirnir hafa verið spilaðir á gervigrasi á Fellavelli, þykir forráðamönnum þess rétt að leika þennan leik og þá þrjá heimaleiki sem eftir eru þar.
Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli. Björgvin Karl Gunnarsson skoraði mark Hattar og kom liðinu yfir.

Fjarðbyggð tapaði 0-3 fyrir KA á Eskifjarðarvelli á föstudagskvöld. KA menn komust yfir um miðjan fyrri hálfleik. Þeir lágu til baka eftir það og beittu skyndisóknum sem færðu þeim tvö mörk undir lokin, það seinasta með seinustu spyrnu leiksins.

ImageÍ 1. deild kvenna tapaði Fjarðabyggð 1-3 fyrir Sindra í Fjarðabyggðarhöllinni. 

Í þriðju deild karla var leikin heil umferð um helgina. Leiknir tapaði fyrir Dalvík/Reyni 5-0 nyrðra. Draupnir og Einherji gerðu 3-3 jafntefli í Boganum. Huginsmenn þurftu að taka á móti Völsungi á Fellavelli þar sem Seyðisfjarðarvöllur var óleikhæfur eftir miklar rigningar undanfarna daga. Í ofanálag seinkaði leiknum um hálftíma þar sem bíða þurfti eftir dómara leiksins með flugi frá Reykjavík. Úrslit leiksins urðu á móti markalaust jafntefli. Heil umferð verður leikinn í riðlinum á þriðjudag. Mikil barátta er um annað sæti riðilsins, sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Einherji og Dalvík/Reynir eru með 19 stig en Dalvíkingar með betra markahlutfall. Huginn er með 18 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.