Fjarðabyggð tapaði, Höttur gerði jafntefli

Fjarðabyggð tapaði fyrir Haukum, 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Höttur gerði 1-1 jafntelfi gegn Víði í Garði. Einherji hefur fengið til sín fyrrverandi landsliðs- og atvinnumann í knattspyrnu. Fardögum knattspyrnumanna lauk á föstudag.

 

ImageJóhann Benediktsson skoraði mark Fjarðabyggðar sem var yfir í hálfleik. Þrjú mörk Haukamanna í seinni hálfleik snéru taflinu við og Hafnarfjarðarliðið er efst í deildinni en Fjarðabyggð hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum.

Hattarmenn lentu undir í Garðinum en Jóhann Valur Klausen jafnaði fyrir Egilsstaðaliðið fimm mínútum fyrir leikhlé.

Á fimmtudag hefst keppni í 3. deild karla en Einherji mætir til leiks eftir nokkurra ára hlé. Félagið hefur fengið til sín Bjarna Þorsteinsson, fyrrum varnarmann úr KR, sem á að baki tíu A-landsleiki og var um tíma atvinnumaður hjá Molde í Noregi. Sigurður Donys Sigurðsson, sem í vetur gekk til liðs við Fjarðabyggð, hefur skipt aftur um félag og leikur með Einherja í sumar. Félagið fékk einnig til sín bosníska markvörðinn Tomislv Bengun.

Sonja Björk Jóhannsdóttir og Björgvin Karl Gunnarsson hafa snúið aftur til landsins eftir skamma dvöl í Noregi. Ekki var staðið við samninga Sonju þar og hefur hún verið lánuð frá Hetti til KR. Alexandra Sveinsdóttir, sem einnig hélt til Noregs til sama liðs, skipti einnig yfir til úrvalsdeildarliðs, GRV.

Að auki verða heilar umferðir í 1. og 2. deild karla leiknar á fimmtudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.