Engin ný þjóðlendumál næstu tvö árin

Óbyggðanefnd tekur engin ný svæði til meðferðar næstu tvö árin og fjármálaráðherra lýsir ekki kröfum um þjóðlendur. Þetta er hluti af sparnaðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag.

 

Áætlað er að aðgerðirnar spari ríkinu yfir 100 milljónir króna á þessu ári í næsta, fjörutíu í ár og 75 árið 2010. Þar með sparast kostnaður fjármálaráðuneytisins við undirbúning kröfugerða í formi aðkeyptrar þjónustu lögfræðinga auk kostnaðar hjá óbyggðanefnd vegna upplýsingaöflunar Þjóðskjalasafnsins. Nefndin á að ljúka þeim málum sem hún hefur þegar til meðferðar. Starfsmenn óbyggðanefndar verða tímabundið sendir til annarra starfa innan Stjórnarráðs Íslands.

Héraðsdómur Austurlands staðfesti nýverið úrskurð óbyggðanefndar um að hluti Krepputungu teldist þjóðlenda en  landeigendur Brúar á Jökuldal töldu hana tilheyra sinni jörð.

Fyrr í vor staðfesti dómurinn úrskurð nefndarinnar um þjóðlendur í landi Skriðuklausturs og á Villingadal og Múla í Fljótsdal. Í tilfelli Skriðuklausturs var deilt um afréttarsvæðin Undir Fellum og Rana. Stefnendur af Þorgerðarstöðum, Glúmsstöðum I og II, Víðivöllum Fremri og Skriðuklaustur vildu meina að þeir ættu beinan eignarrétt landi sem aðallega hefur verið notað sem beitarland. Vísuðu þeir í Landnámu og fleiri gögn máli sínu til stuðnings. Dómurinn féllst ekki á rök þeirra, sagði Landsnámu ekki lýsa afréttarlandi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.