Eitt hundrað milljónum úthlutað til ferðaþjónustu
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 22. apríl 2009
Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.
Ylströnd við Urriðavatn í Fellum, ásamt heitri laug, hlaut 4 milljónir króna. Uppbygging móttökuaðstöðu í Djúpavogshöfn hlaut 2,5 milljónir króna. Verkefnið Aldamótabærinn Seyðisfjörður fékk 2 milljónir í styrk, verkefnið Heiðarbýlin á Fljótsdalshéraði fékk milljón og Göngu- og gleðivikan ,,Á fætur í Fjarðabyggð" 2009 hlaut 500 þúsund krónur í styrk.
|
|