Skip to main content

Blessuð heiðlóan er komin

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.20. mars 2009

Vorboðinn ljúfi er kominn til landsins. Fyrsta heiðlóan sást ein á flugi yfir Einarslundi á Höfn í morgun og ljóðaði í loftinu um vorkomu með sínu yndæla dirrindíi. Blessaðar lóurnar taka því senn að flykkjast til landsins. Lóan á Höfn er nokkuð snemma á ferðinni, því að jafnaði koma fyrstu fuglarnir á bilinu 20. til 31. mars.

heila.jpg

Á vefnum www.fuglar.is segir frá því að margir skógarþrestir hafi komið til landsins síðustu nótt. Mörg hundruð þrestir hafa sést á Höfn og einnig hafa þeir borið niður á Jökuldal og Húsavík. Þá streyma álftir nú til landsins og fylla loftið sínu hása kvaki.