Skip to main content

Austurglugginn fluttur á Búðareyri

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.13. júní 2009

Austurglugginn hefur flutt skrifstofu sína úr gamla verkalýðshúsinu við Brekkugötu á Reyðarfirði yfir á Búðareyri 7, 2. hæð. Er lesendum blaðsins og öðrum velunnurum þess velkomið að líta þar við til skrafs og ráðagerða.

agl_vefur_lti.jpg

Úgáfufélag Austurlands, eigandi Austurgluggans, hélt aðalfund sinn 28. maí. M.a. kom fram á fundinum að rekstrarstaða blaðsins hefur skánað og var rekstur jákvæður í fyrra í fyrsta sinn frá stofnun blaðsins árið 2001. Stefnt er að aukningu hlutfjár í haust. Stjórn var endurkjörin. Stjórnarformaður er Sverrir Mar Albertsson, gjaldkeri Gunnhildur Ingvarsdóttir og ritari Elma Guðmundsdóttir.