Austfirskir sveitar- og bæjarstjórar fá athafnateygju á mánudag

Einn af viðburðum alþjóðlegu athafnavikunnar 16.-22. nóvember n.k. er Athafnateygjan. Teygjan, sem hægt er að smeygja um úlnlið sér, er send á valinn hóp áberandi einstaklinga í athafnalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum – til fólks sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er í aðstöðu til að vera öðrum til fyrirmyndar. Sveitar- og bæjarstjórar á Austurlandi fá Athafnateygjuna senda í pósti fyrir mánudag og vonast aðstandendur athafnavikunnar til að þeir verði duglegir að framkvæma og að teygjan gangi hratt manna á milli á Austurlandi (hægt er að rekja hverja teygju á www.athafnateygjan.is).

athafnavika_logo_isl.gif

athafnateygjan1vefur.jpg 

Hornfirðingar virðast taka athafnavikunni fagnandi því þeir eru eina sveitarfélagið á Austurlandi sem hefur tilkynnt dagskrá vegna átaksins inn á vef athafnavikunnar. Fjölmargt verður um að vera á Höfn og mun Nýsköpunarmiðstöð m.a. standa fyrir osmósutilraunum, en osmósuvirkjanir gætu verið virkjanir framtíðarinnar á Íslandi. Einnig verður boðið upp á hláturjóga, heimamarkað, íbúar munu prjóna kærleikstrefil og mála sameiginlegt málverk.

 

Dagskráin á Höfn er hér eftirfarandi:

 

Mánudagur 16. nóvember

Kærleikstrefill: Allir bæjarbúar geta komið við í Nýheimum og prjónað nokkrar umferðir á kærleikstreflinum. Bara að muna að taka með garn að heiman!

 

Málverk: Gerð verður skissa að málverki en bæjarbúar munu svo fá lítinn reit til að mála.

 

Hljóðfæri og ,,Speakers' corner": Hornfirðingar geta látið ljós sitt skína í Nýheimum, hvort sem er með söng og hljóðfæraleik eða með málfrelsið eitt að vopni.

 

Þriðjudagur 17. nóvember

Hvað: Lindy Hop svingdans

Hvar og hvenær: Pakkhús - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl. 17:30

 

Hvað: Taflkvöld

Hvar og hvenær: Pakkhús - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl. 20:00

 

Fimmtudagur 19. nóvember

Hvað: Sögustund fyrir yngstu kynslóðina

Hvar og hvenær: Nýheimar Bókasafn - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl.14:15

  

Föstudagur 20. nóvember

Hvað: Veggurinn minn á Bókasafninu

Hvar og hvenær: Nýheimar Bókasafn - Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Einstaklingar fá tækifæri til að sýna uppáhaldsverk sitt í viku.

 

Hvað: Slow Food  kynning

Hvar og hvenær: Nýheimar (Miðrými) Höfn í Hornafirði, kl. 12

  

Ríki Vatnajökuls Convivium með kynningu á starfsemi sinni.

 

Hvað: Opið hús

Hvar og hvenær: Dagvist fatlaðra, Kirkjubraut 5, Hornafirði kl 11-12 og 13-17

Kynning á starfsemi.

  

Laugardagur 21. nóvember

Hvað: Kertasýning Gingó

Hvar og hvenær: N1, Hornafirði, kl 16-21

Guðrún Ingólfsdóttir, Gingó, verður með sýningu á handunnum kertum. Kertin eru meðal annars gerð úr sandi og salti. Sjón er sögu ríkari.

  

Hvað: Heimamarkaður

Hvar og hvenær: Pakkhús - Ríki Vatnajökuls kl. 13-16

Matvara úr ríki Vatnajökuls til sölu.

 

Sunnudagur 22. nóvember

Hvar og hvenær: N1, Hornafirði, kl 16-21

Guðrún Ingólfsdóttir, Gingó, verður með sýningu á handunnum kertum. Kertin eru meðal annars gerð úr sandi og salti. Sjón er sögu ríkari.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.