Skip to main content

Austfirskir sveitar- og bæjarstjórar fá athafnateygju á mánudag

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.13. nóvember 2009

Einn af viðburðum alþjóðlegu athafnavikunnar 16.-22. nóvember n.k. er Athafnateygjan. Teygjan, sem hægt er að smeygja um úlnlið sér, er send á valinn hóp áberandi einstaklinga í athafnalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum – til fólks sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er í aðstöðu til að vera öðrum til fyrirmyndar. Sveitar- og bæjarstjórar á Austurlandi fá Athafnateygjuna senda í pósti fyrir mánudag og vonast aðstandendur athafnavikunnar til að þeir verði duglegir að framkvæma og að teygjan gangi hratt manna á milli á Austurlandi (hægt er að rekja hverja teygju á www.athafnateygjan.is).

athafnavika_logo_isl.gif

athafnateygjan1vefur.jpg 

Hornfirðingar virðast taka athafnavikunni fagnandi því þeir eru eina sveitarfélagið á Austurlandi sem hefur tilkynnt dagskrá vegna átaksins inn á vef athafnavikunnar. Fjölmargt verður um að vera á Höfn og mun Nýsköpunarmiðstöð m.a. standa fyrir osmósutilraunum, en osmósuvirkjanir gætu verið virkjanir framtíðarinnar á Íslandi. Einnig verður boðið upp á hláturjóga, heimamarkað, íbúar munu prjóna kærleikstrefil og mála sameiginlegt málverk.

 

Dagskráin á Höfn er hér eftirfarandi:

 

Mánudagur 16. nóvember

Kærleikstrefill: Allir bæjarbúar geta komið við í Nýheimum og prjónað nokkrar umferðir á kærleikstreflinum. Bara að muna að taka með garn að heiman!

 

Málverk: Gerð verður skissa að málverki en bæjarbúar munu svo fá lítinn reit til að mála.

 

Hljóðfæri og ,,Speakers' corner": Hornfirðingar geta látið ljós sitt skína í Nýheimum, hvort sem er með söng og hljóðfæraleik eða með málfrelsið eitt að vopni.

 

Þriðjudagur 17. nóvember

Hvað: Lindy Hop svingdans

Hvar og hvenær: Pakkhús - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl. 17:30

 

Hvað: Taflkvöld

Hvar og hvenær: Pakkhús - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl. 20:00

 

Fimmtudagur 19. nóvember

Hvað: Sögustund fyrir yngstu kynslóðina

Hvar og hvenær: Nýheimar Bókasafn - Menningarmiðstöð Hornafjarðar, kl.14:15

  

Föstudagur 20. nóvember

Hvað: Veggurinn minn á Bókasafninu

Hvar og hvenær: Nýheimar Bókasafn - Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Einstaklingar fá tækifæri til að sýna uppáhaldsverk sitt í viku.

 

Hvað: Slow Food  kynning

Hvar og hvenær: Nýheimar (Miðrými) Höfn í Hornafirði, kl. 12

  

Ríki Vatnajökuls Convivium með kynningu á starfsemi sinni.

 

Hvað: Opið hús

Hvar og hvenær: Dagvist fatlaðra, Kirkjubraut 5, Hornafirði kl 11-12 og 13-17

Kynning á starfsemi.

  

Laugardagur 21. nóvember

Hvað: Kertasýning Gingó

Hvar og hvenær: N1, Hornafirði, kl 16-21

Guðrún Ingólfsdóttir, Gingó, verður með sýningu á handunnum kertum. Kertin eru meðal annars gerð úr sandi og salti. Sjón er sögu ríkari.

  

Hvað: Heimamarkaður

Hvar og hvenær: Pakkhús - Ríki Vatnajökuls kl. 13-16

Matvara úr ríki Vatnajökuls til sölu.

 

Sunnudagur 22. nóvember

Hvar og hvenær: N1, Hornafirði, kl 16-21

Guðrún Ingólfsdóttir, Gingó, verður með sýningu á handunnum kertum. Kertin eru meðal annars gerð úr sandi og salti. Sjón er sögu ríkari.