Atvinnumál fatlaðs fólks á Egilsstöðum
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 19. júní 2009
Helga Dögg Teitsdóttir og Elísabet Ósk Sigurðardóttir skrifa: Að taka virkan þátt í ýmiss konar starfsemi og samskiptum við aðra er einn þáttur í því að eiga gott líf. Það að hafa vinnu spilar stóran sess í lífi hvers einstaklings, ekki síst hjá þeim sem af einhverjum orsökum búa við skerta starfsgetu. Hér á Austurlandi hefur vinnu- og verkþjálfunarstaðurinn Stólpi á Egilsstöðum spilað stórt hlutverk í þeim tilgangi að gefa fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Eitt af hlutverkum Stólpa hefur verið móttaka á umbúðum með skilagjaldi en Stólpi var um árabil umboðsaðili Endurvinnslunnar ehf. Á því hefur nú orðið breyting og viljum við greinarhöfundar skýra frá í hverju hún felst.
Á þeim tíma sem Stólpi hefur verið umboðsaðili Endurvinnslunar ehf. hafa orðið talsverðar breytingar á starfseminni sem leitt hafa til fækkunar á störfum fyrir fatlað fólk og í kjölfar þeirra varð starfið einhæfara og tilbreytingalausara. Þess vegna var ákveðið að segja upp samningnum við Endurvinnsluna ehf. en auk þess vantaði húsnæði fyrir aðra starfsemi Stólpa. Farið var í að kanna hvort endurvinnsluhlutinn væri ekki betur komin á öðrum stað þar sem sambærileg verkefni væru unnin. Niðurstaðan varð að Sorpstöð Héraðs tók að sér að verða umboðsaðili Endurvinnslunar ehf. en Íslenska gámafélagið sér um rekstur Sorpstöðvarinnar. Þessi breyting hefur gert rekstur beggja þessara eininga hagkvæmari, verkefnin fjölbreyttari og störfin talsvert meira gefandi fyrir starfsmenn. Starfsmaður sem áður var í verndaðri vinnu er nú kominn á almennan vinnumarkað en það hlýtur að vera markmið hvers velferðarþjóðfélags að fækka sérúrræðum fyrir fatlað fólk. Markmiðið er að fatlað fólk vinni við hlið ófatlað fólks.
Breytingin er ekki einungis að skila sér í bættum rekstri heldur er þjónustan við íbúa jafnframt orðin betri. Má þar til dæmis nefna að bæjarbúar þufa nú að fara á færri staðir með endurvinnanlegt sorp.
Fjölbreytt verkefni