Skip to main content

Amiina í strandferð

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.23. júlí 2009

Strengjasveitin Amiina heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina. Klukkan fimm í á föstudag kemur sveitin fram í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og á laugardag verður spilað við Dalatangavita klukkan fjögur.

 

Ferðin er farin í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Tónleikadagskráin verður aðlöguð að umhverfinu; stutt efnisskrá með sérsniðnum útsetningum sem hæfa umgjörðinni, í mikilli nánd við sjóinn sem og áheyrendur. Aðgangur er ókeypis.