Afli og aflaverðmæti eystra rýrnaði

Verðmæti þess afla sem verkaður var á Austurlandi minnkaði um tæpar 330 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins saman borið við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti íslenska flotans í heild jókst á móti um tvo milljarða og man tæpum fjörutíu og tveimur milljörðum króna.

 

ImageVerðmæti þess afla sem verkaður var eystra voru tæpir 4,5 milljarðar króna miðað við tæpa 4,8 milljarða í fyrra. Mestu munaði um tæplega átta hundruð milljóna króna samdrátt í loðnu og loðnuhrognum. Aflaverðmæti þorsks minnkaði líka um rúmar 100 milljónir. Á móti jókst aflaverðmæti síldar og makríls um rúmar 560 milljónir.
Afli austfirskra skipa minnkaði í júlí úr 90.234 tonnum í 86.811 tonn. Mestu munaði um tæplega átta þúsund tonna minnkun í makríl á móti um fimm þúsund tonna aukningu í síld. Heildarafli íslenskra fiskiskipa var 160.152 tonn í júlí. Það er 4% meira en í júlí í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.