AFL átelur stjórnvöld vegna breytinga á skattaumhverfi sjómanna

Í gærkvöld samþykkti aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags ályktun um breytingar á skattamálum sjómanna: „Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags átelur stjórnvöld fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins. Krafa fundarins er að lögin verði afturkölluð eða að sjómenn fái í hans stað dagpeninga líkt og aðrar stéttir sem stunda vinnu fjarri heimili og skorar fundurinn á útvegsmenn að standa með sjómönnum í þessum efnum. ...

afl.jpg

Fundurinn minnir jafnframt á að sjómenn þurfa einir stétta að greiða fyrir eldsneyti á sínum vinnustað með þátttöku í olíukostnaði útgerðar.“

 

Á fundinum voru kjörnir í stjórn deildarinnar:

Formaður: Grétar Ólafsson                      

Varaformaður: Stephen R. Johnson    

Meðstjórnendur: Jón. B. Kárason, Ólafur Logi Árnason, Grétar Smári Sigursteinsson    

Varamenn í stjórn: Sigurd  Jón Jacobsen, Þorsteinn J. Þorsteinsson, Unnsteinn R. Kárason.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.