Skip to main content

AFL átelur stjórnvöld vegna breytinga á skattaumhverfi sjómanna

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.29. desember 2009

Í gærkvöld samþykkti aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags ályktun um breytingar á skattamálum sjómanna: „Aðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags átelur stjórnvöld fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins. Krafa fundarins er að lögin verði afturkölluð eða að sjómenn fái í hans stað dagpeninga líkt og aðrar stéttir sem stunda vinnu fjarri heimili og skorar fundurinn á útvegsmenn að standa með sjómönnum í þessum efnum. ...

afl.jpg

Fundurinn minnir jafnframt á að sjómenn þurfa einir stétta að greiða fyrir eldsneyti á sínum vinnustað með þátttöku í olíukostnaði útgerðar.“

 

Á fundinum voru kjörnir í stjórn deildarinnar:

Formaður: Grétar Ólafsson                      

Varaformaður: Stephen R. Johnson    

Meðstjórnendur: Jón. B. Kárason, Ólafur Logi Árnason, Grétar Smári Sigursteinsson    

Varamenn í stjórn: Sigurd  Jón Jacobsen, Þorsteinn J. Þorsteinsson, Unnsteinn R. Kárason.