Það munaði svo litlu Höttur!

Annarrar deildar lið Hattar var tíu mínútum frá því að slá úrvalsdeildarlið Breiðabliks út úr bikarkeppni karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð steinlá fyrir Fylki.

 

ImageNjáll Eiðsson, þjálfari Hattar, brá á það ráð að stilla upp fimm manna vörn til að halda aftur af Kópavogsliðinu í gær. Í hálftíma var útlit fyrir að sú leikaðferð ætlaði að ganga eftir að Anton Ástvaldsson kom Hetti yfir á 50. mínútu. Einar Freyr Helgason jafnaði fyrir Blika þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Í framlengingu skoraði Arnór S. Aðalsteinsson tvisvar og tryggði Blikum sigur.

Fjarðabyggð steinlá 6-1 fyrir Fylki í Árbæ. Högni Helgason skoraði mark Fjarðabyggðar þegar skammt var eftir af leiknum og úrslitin löngu ráðin.

Huginsmenn börðust hetjulega á Húsavík gegn Völsungi og uppskáru stig þar í D riðli þriðju deildar karla. Baldur Smári Elfarsson skoraði tvö mörk Seyðfirðinga og Jeppe Opstrup eitt í hans fyrsta leik í byrjunarliði í sumar. Seyðfirðingar jöfnuðu leikinn tvisvar í fyrri hálfleik og komust yfir í byrjun þess seinni áður en heimamenn jöfnuðu úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn.
Leiknir tapaði 1-2 fyrir Dalvík/Reyni. Vilberg Marinó Jónasson skoraði mark Leiknis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar