Skip to main content

„Kókapuffs" - Einn versti óvinur bifhjólamannsins

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.18. júní 2010

Smári Sigurjónsson Ágætu meðlimir og aðrir bifhjólamenn.

Nýlega fór ég rúnt um Egilsstaði á mínu ágæta hjóli. Fór um allmörg gatnamót, ætíð með í huga að þar gæti leynst möl, sandur og annað sem tilheyrir ekki okkar íslenska malbiki, þó malbikið okkar sé vissulega ekki á heimsmælikvarða. Skellti mér í heita pottinn og þegar ég var búinn þar, eftir ca. 1,5 klst, tók ég annan svipaðan hring þar sem veðrið bauð engan veginn upp á að fara beint heim.

 

Nema hvað: Hefði ég ekki farið yfir með mín föstu varnarorð í huganum, em ég geri alltaf þegar ég sest á hjólið og set í gang, þá hefði ég verið í háum hættuflokki með að dúndrast á hliðina í sömu beygjunum sem voru þokkalegar hreinar tuttu áður.

Mitt fyrsta persónulega varnarorð er: KÓKAPUFFS!

Greinilegt var, að einhver ágætur/ágætir verktakar höfðu ekið sömu leið og ég, ekki með það í huga að hugsa um öryggi okkar, sem og annara vegfaranda, heldur hugsa um að koma sem mestu efni á trukkana á kostnað öryggis okkar og annara vegfarenda en sínum fjárhag til framdráttar, það er koma sem mestu efni með í hverri ferð. Skiljanlegt að hluta en allt hefur sín takmörk.

#29 Smári Sigurjónsson, meðlimur og stjórnarmaður Vélhjólaklúbbs Austurlands - DREKAR www.drekar.is

motorhjol_mol.jpg

motorhjol_mol2.jpg

motorhjol_mol3.jpg