Að koma til dyranna eins og maður er klæddur

Fréttakonan kná frá Stöð 2, Lóa Pind Aldísardóttir, hefur gert víðreist um Austurland síðustu daga og att oddvitum framboða hverjum gegn öðrum fyrir framan sjónvarpsmyndavélina í þættinum „Stóru málin."
Slíkt gerði hún einmitt á Vopnafirði en þar má segja að frambjóðendur hafi komið til dyranna eins og þeir eru klæddir ef marka má meðfylgjandi mynd sem framsóknarmenn þar deildu á Facebook en þar ber af Eyjólfur Sigurðsson, K-lista, í fagurappelsínugulri vinnuúlpu.