Skip to main content

Yfirlýsing frá Borgarahreyfingunni X-O

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. apr 2009 08:35Uppfært 08. jan 2016 19:19

Borgarahreyfingin átelur harðlega að þingflokkar  Alþingis hafi gert sig seka um að svíkja í annað sinn á stuttum tíma fyrirheit um

mikilvægar umbætur á lýðræðisfyrirkomulaginu í þágu aukinna valda til fólksins í landinu.

Í yfirlýsingu Borgaraflokksins segir: ,,Þessir flokkar heyktust fyrst á því að breyta lögum um kosningar þannig að persónukjör yrði kostur í komandi kosningum og virðast nú hafa orðið sammála um að kasta fyrir róða loforðinu um að koma áfót stjórnlagaþingi fólksins í landinu í þágu breytinga á stjórnarskránni – í þágu nýs lýðveldis.  Í stjórnlagaþingsmálinu hefur berlega komið í ljós hversu núverandi alþingismönnum er meinilla við að afsala sér hluta af völdum sínum. Fyrr fauk loforðið um persónukjör, sem hefði gert Borgarahreyfingunni kleift að bjóða fram óraðaða lista í komandi þingkosningum og þar með falið fólkinu í landinu aukin völd.  Afdrif þessara tveggja mála eru skýr skilaboð núverandi þingmanna til fólksins í landinu að það sé afgangsstærð að bjóða því upp á aukin völd, aukinn sess við mótun og þróun lýðveldisins. Og afdrif þessara tveggja mikilvægu mála eru mikilvæg lexía fyrir kjósendur um afdrif annarra loforða um frekari lýðræðisumbætur.

Stjórn Borgarahreyfingarinnar."