Yfirheyrsla: „Ég er einstaklega löt“

„Liljurnar vantaði kjóla, mig vantaði lokaverkefni. Mamma lagði saman tvo og tvo og skipaði okkur systrunum að leysa þetta,“ segir Bríet Finnsdóttir sem hlaut hæstu einkunn fyrir lokaverkefni sitt frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á dögunum þegar hún hannaði og sérsaumaði kjól á hvern og einn meðlim í stúlknakórnum Liljunum. Bríet er í yfirheyrslu vikunnar.

 

 

Hvaða leið var farin í hönnun kjólanna? „Við fundum einfaldan kjól sem stjórn Liljanna fannst flottur og hentaði þeim. Svo var hann tekinn í sundur og skoðaður, tókum upp það snið og breyttum. Eftir það gerðum við prufukjól og sáum hvernig hann kom út, breyttum lítillega og þá var hönnun kjólsins í rauninni til,“ segir Bríet.

Hvernig gekk að vinna verkefnið? „Við amma hittumst nánast daglega og hún leiðbeindi mér varðandi gáfulegar aðferðir, en kjólasaumurinn gekk í rauninni stórslysalaust fyrir utan blúndurnar sem Vaskur náði að bjarga fyrir horn.“

Bríet segir að vissulega sé skemmtilegt að náð svo góðum árangri við lokaverkefnið, en aðalmálið sé að Liljurnar njóti og noti kjólana.

Hvert stefnir hhún í haust? „Í allt aðra átt, ég ætla að reyna fyrir mér í tónlistarnámi hjá Listaháskóla Íslands.“

Fullt nafn: Bríet Finnsdóttir.

Aldur: Ég verð 22 ára í júlí.

Starf: Tónlistarkennari

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Úff, eitthvað með System Of A Down.

Hvað ætti ævisagan þín að heita? Ég er líka til.

Hver er þinn helsti kostur? Ætli það sé ekki jákvæðni og klassíska hugarfarið, þetta reddast.

Hver er þinn helsti ókostur? Ég er einstaklega löt.

Settir þú þér áramótaheit? Nei, letin í mér myndi trúlega brjóta það á fyrsta degi.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Fjölskyldan mín.

Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Þá yrðu allir opnari fyrir nýjum hlutum og neikvæðni væri bönnuð.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Mótmæli í framandi landi.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Ekki hugmynd.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að fara út fyrir þægindaramman (sem oftast).

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Fjölbreytileikinn styrkir okkur. Menningarmismunur er tækifæri til að læra eitthvað nýtt.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest? Bíladellur.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Ég fylgdist ennþá minna með tískunni heldur en núna (og ég fylgist nánast ekkert með henni í dag).

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Aulahúmor.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Naglaþjalir að pússa neglur.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Að finna þinn eigin tilgang.

Hvað er framundan um helgina? Byrja sumarvinnuna á Skriðuklaustri.

Ljósmynd af Bríeti: Jón Tryggvason.

Ljósmynd af Liljum: Gunnar Gunnarsson.

liljurnar mai18 0061 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.