Yfir 100 þátttakendur frá 10 löndum á Make it Happen

mih-banner2.jpg
Uppselt er á ráðstefnuna Make it Happen sem sett verður í kvöld á Egilsstöðum en hún fer einnig fram á Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara kemur til að taka þátt í ráðstefnunni.

Austurbrú stendur fyrir ráðstefnunni „Make it Happen” – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi. Ráðstefnan er einnig lokaviðburður Evrópu-verkefnisins Creative Communities sem er unnið með samstarfsaðilum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Greinilegt er að mikill áhugi og gróska er að eiga sér stað í heiminum þegar kemur að uppbyggingu skapandi greina og hafa þeir fyrirlesarar sem valdir voru hitt rækilega í mark hvað varðar áhuga og áherslur sem þeir setja fram. Allir fyrirlestrar fara fram á ensku en boðið verður uppá þýðingu.

Fyrirlestrarnir fara fram á þremur stöðum á Austurlandi eða Egilsstöðum, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Inná milli gefst fólki tími til að upplifa austfirska matarlist ásamt því að skoða þá gerjun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.  

Lykilfyrirlesarar á ráðstefnunni verða: Max Lamb (BRE) hönnuður, Merilyn Keskula (EST) stofnandi ÖÖ: Was it a dream?, Daniel Bystöm (SVÍ) frá Design Nation, Dóri Gíslason (ÍSL) prófessor hjá KHIO í Oslo, Karin T. Larsen og Lene Römer (DAN) frá CRT Bornholm, Erik Bugge (NOR) menningarfulltrúi og Katla Steinsson (ÍS) frá Húsi Handanna eru meðal þeirra sem koma fram á ráðstefnunni og deila hugmyndum sínum og reynslu.

Því miður hefur Alexander von Vegesack (ÞÝS) stofnandi Vitra Design Museum,  boðað forföll af óviðráðanlegum orsökum en sendir í sinn stað, sendiherra sinn á Íslandi, Helgu Jósepsdóttur (ÍSL) Vöruhönnuð frá Eskifirði (Listaháskóla Íslands) en hún hefur síðustu tvö sumur stjórnað hönnunar búðunum Boisbuchet í Frakklandi.

Þar sem uppselt er á ráðstefnuna og færri komast að en vilja komum við til með að taka upp sem mest af fyrirlestrum og eins er gefin út ráðstefnubók þar sem stuttur úrdráttur fyrirlestra liggur fyrir. Það ættu því allir sem áhuga hafa á að geta nálgast efni og upplýsingar með einhverjum hætti.
 
Sýningar sem settar verða upp í tengslum við ráðstefnuna verða opnar almenningi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum frá 26.sept – 6.okt


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.