Völva Agl.is: Mikið tekist á um göng undir Fjarðarheiði

volvumynd_web.jpgVölva Agl.is spáir miklum átökum um jarðgöng undir Fjarðarheiði á árinu en verkið mun þokast í rétta átt. Áfram verður deilt um sparnað á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Lítið gerist á Drekasvæðinu en Austfirðingar gætu átt eftir að heyra meira af gullleit.

 

Heilbrigðismál
Talað verður um að leggja HSA, Heilbrigðisstofnun Austurlands, niður vegna mikils kostnaðar eftir skoðun á rekstri. Mikill vilji er hjá að fá litlu einingarnar aftur og sagt að fjármunir munu þá nýtast betur ásamt sjúkraflugsþjónustu við Landspítala. Sérstaklega er mikil andstaða við sjúkrahúsið á Norðfirði og mun verða farið fram á að það sjúkrahús verði aðeins fyrir Fjarðabyggð og vitnað í sparnað.

Jarðgöng
Stærstu fréttirnar verða jarðgöng undir Fjarðarheiði. Mikið verður tekist á um þá framkvæmd. Talið er koma til greina að fjármagna gangagerðina með sölu á grjótmulningi erlendis og gjaldtöku við göngin í fimm ár. Áætlað að verkið taki fimm til sex ár. Verkið skapar skapar skatttekjur og minnkar atvinnuleysi á svæðinu. Jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar gætu orðið með sama hætti og göng undir Hellisheiði til Vopnafjarðar. Síðast verða göng undir Lónsheiði, Berufjarðarskarð og Breiðdalsheiði.

Kreppa, atvinna
Sveitarfélög í kröggum þurfa að auka atvinnu með arðbærum fyrirtækjum svo sem ylrækt í gróðurhúsi sem skilar útflutningi á grænmeti og ávöxtum. Saumastofa sem framleiðir fatnað úr ull athugar með markað erlendis, íslenska ullin er hlý þó hún blotni.

Sögusetur á Eiðum og gisting fyrir ferðamenn, landnámsferðir með leiðsögn kring um Lagarfljótið um söguslóðir Fljótsdælasögu líkt og gert er á Njáluslóðum. Það er heldur ekki ný hugmynd að fella þetta að starfi skólanna til að kenna börnum að skynja umhverfi sitt og tengja söguna myndlist, með myndum af landnámsmönnum og söguhetjum úr Hrafnkelssögu, Fljótsdælu og Njálssögu. 

Það hefur margt verið reynt til að afþjóða íslendinga, reynt að gera hér fjölþjóðasamfélag, aðskilja riki og kirkju. Hnattvæðingin var talin nauðsinleg. Skólarnir áttu að sleppa kristnum fræðum, íslenskukunnáttan vanrækt en enska og önnur tungumál í fyrirrúmi. Skólar ala upp börnin, foreldrar uppteknir við annað. Hvenær eigum við að verða íslendingar aftur? Í gamla daga þótti ekki sómi að undanvillingum, þeir þóttu ringlaðir og ljótir í hárbragði.

Drekasvæðið bíður síns tíma og gulleit að mestu leiti. Eitthvað mun samt finnast áhugavert í því efni.

Hrepparígur
Hrepparígurinn hjaðnar um leið og hætt er við frekari sameiningar sveitafélaga. Sameiningarnar hafa meðal annars valdið stöðnun. Hvert og eitt sveitarfélag þarf að auka arðbæra atvinnu hjá sér, þá mun allt lifna við á ný. Í sveitarfélögum við sjóinn verður að auka fullvinnslu á fiski í landi. Samningar um þetta munu líta dagsins ljós ásamt mörkuðum erlendis ef menn standa upp og reyna fyrir sér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.