Völva Agl.is: Eldgos sem kemur á óvart

volvumynd_web.jpgVölva Agl.is spáir óvæntu eldgosi á árinu og hræringum á svæðinu við Blöndulón. Faldir fjármunir útrásarvíkinga finnast að lokum en það tekur tíma. Agl.is birtir í dag annan hluta völvuspárinnar þar sem hún fjallar um veður, náttúru, slysfarir og skaða og lög og reglu.

 

NÁTTÚRAN
Jarðskjálftar og flóð verða á árinu. Eldgos er í aðsigi en kemur þó á óvart. Tilraunaboranir fyrir norðan reynast hættulegar og ekki áhættunnar virði. Ferðamenn munu flykkjast til Íslands og vinsælustu ferðamannastaðirnir verða illa úti vegna mikils ágangs. Landeyjarhöfn mun gleymast í tímans rás, á kafi í sandi. Hraðskreytt skip til Þorlákshafnar sýnst vera framtíðin en það kostar stundum peninga að skynja veruleikann. 
Jarðhræringar verða í Blöndulóni eða þar um kring, þegar kvika riðst til neðanjarðar. Þetta veldur vandræðum líklega stöðvast virkjunin um tíma en ráðaleysi og ósamkomulag mun tefja lausnir á því máli. Hraunáin við Herðubreiðartögl mun koma upp á yfirborðið og valda miklu tjóni, árum saman.

VEÐUR
Tíðarfar í vetur verður risjótt og umhleypingasamt á Austurlandi. Þó verða oft verri veður annarsstaðar á landinu, stormar kyrrast þó á útmánuðum. Vorið verður gott þegar það kemur, ef frá eru talin tvö hret. Sumarið verður hlýtt en vætusamt, haustið svalt en sólríkt.

SLYSFARIR OG SKAÐAR
Skriðuföll og húsbrunar á landsbyggðinni munu vekja óhug meðal lansmanna. Ein lítil flugvél hrapar í þoku við háa kletta. Hættulegir vegir háir og mjóir valda slysum á árinu. Völvan sér rútu sem veltur og þar verða slys. Að minnsta kosti tveir flutningabílar munu velta og valda slysum. Jöklaferðir reynast mannskæðar og óhugur verður í fólki vegna slysfara. Mikil leit verður gerð að týndu fólki sem ekki tekst að finna.

LÖG OG REGLA
Upplýst verður um stórfellt fíkniefnasmygl sem tengist flutningum á sjó. Heimaræktað hass virðist blómstra. Brotamenn munu ganga lausir og glæpir aukast. Erlend glæpagengi eiga eftir að gera skurk í Rekjavík og á Suðurnesjum, mótorhjól eru þar áberandi.
Tölvuhakkarar eru að störfum og þeim mun takast að brjótast í gegn um þrjá dulkóða og birta þau leyndarmál á netinu sem ekki mátti birta í skýrslunni frægu. Þá kemur í ljós dómur þjóðarinnar á stjórnmálamönnum,  í stuttu máli, „burt með pólitíkina, upp með ábyrgðina.“
Útrásarpeningar munu finnast en það tekur tíma og mikil vinna við það kostar mikið. Þjófnaðir ofbeldi og glæpir fara vaxandi og brotamönnum er slegið lausum. Vandinn vex svo þegar líða tekur á árið og við fáum fréttir af átökum sem okkur finnast að hljóti að vera miður af stríðsátökum í öðru landi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.