Völva Agl.is: Boltaíþróttirnar standa ekki undir væntingum

volvumynd_web.jpgVölva Agl.is spáir ekki byrlega fyrir íslenska karlalandsliðinu í handknattleik en hún segir að boltaíþróttirnar skili ekki þeim árangri sem til er vænst. Landsliðið hefur leik á heimsmeistaramótinu gegn Ungverjum klukkan fjögur í dag. Agl.is birtir hér fyrsta hluta völvuspárinnar um íþróttir, fólk og samkomur, fjölmiðla og listir og menningu.

 

ÍÞRÓTTIR
Íþróttabatteríið, með boltann í broddi fylkingar, mun ekki skila því sem af því er vænst þótt mokað sé í það peningum. Fimleikastúlkur eru á uppleið og fá viðurkenningu. Einn skíðamaður á eftir að gera það gott á stórmóti. Skólaíþróttir fá gagnrýni og talinn er hætta á ofreynslu barna.

FÓLK OG SAMKOMUR
Frægt tónlistarfólk mun troða upp á Norðfirði og á Suðurlandi við mikinn fögnuð. Á Vestfjörðum vantar upp á samgöngur til að þar verði ferðamannaparadís, en Vestfirðingar munu þó þéna vel í sumar. Vegir þar verða eitthvað bættir.

FJÖLMIÐLAR
Eitthvað vesen verður í kringum fjölmiðlana. Stöð 2 verður í fjárhagsvanda en á RÚV verður fréttaþöggum mótmælt. Mjög er þrýst á að útvarpsstjórinn víki og kona taki við starfi hans. Fólk vonast að þá verði hægt að horfa á RÚV sér til gamans og fróðleiks.

LISTIR OG MENNING
Margir kvarta yfir hvað rithöfundar skrifa mörg orð um lítið efni og finnst ofboðsleg vinna að lesa þykkar og þungar bækur. Sumar þeirra þykja þó góðar og merkilegar.
Í tónlistinni er farið að syngja á íslensku og það eykst. Aðrar hljómsveitir eiga meiri framtíð fyrir sér erlendis.
Við eigum marga góða leikara sem heilla þjóðina en leikritin eru misjöfn. Gömul verk verða dregin fram, fá góða dóma og njóta vinsælda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.