Skip to main content

Vélsmiðjan á Nesi verður menningardeigla

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. júl 2009 09:59Uppfært 08. jan 2016 19:20

 Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur samið við rekstraraðila veitingahússins Frú Lúlúar í Neskaupstað um afnot af Vélsmiðjunni á Nesi við Norðfjörð. Ætla rekstaraðilar Frú Lúlú að laga húsið til húsið, þannig að það verði miðstöð listviðburða, gjörninga og tónleika næstu tvo mánuði.  Þá mun það þurfa að víkja samkvæmt skipulagi, vegna fyrirhugaðrar leikskólabyggingar. Alþjóðlegu sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir ætla að aðstoða Frú Lúlu við að koma húsnæðinu í nothæft form.  Síldarvinnslan og Samvinnufélag Útgerðarmanna í Neskaupstað hafa styrkt framtakið. Þegar er byrjað að laga ásýnd hússins og snurfusa það til innandyra.

nes2009-07_-_eyrin__sveitin_og_fleira_053_vefur.jpg

Fyrirhugað er að rífa gömlu vélsmiðjuna á Eyrinni í Neskaupstað en það hús er eitt af fáum húsum sem enn standa á svæðinu en Eyrin er elsta byggingarsvæði í Norðfirði.

Hákon Guðröðarson sem rekur kaffi og veitingahúsið Frú Lú Lú  hefur sett af stað menningarverkefni sem hann kýs að kalla Listasumar Frúarinnar og  í kjölfar þess tekið gömlu vélsmiðjuna upp á sína arma en þó Hákon sé ungur að árum finnst honum eins og svo mörgum Norðfirðingum að of hart sé gengið að því að rífa húsin á Eyrinni og ekkert komi í staðinn nema grasið grænt.

Strax og leyfi bæjaryfirvalda til að nýta húsið fyrir lista- og menningarviðburði var komið var hafist handa við að taka til og mála enda mikill áhugi á því að sjá aftur iðandi mannlíf á Eyrinni.

Styrkir og góðar gjafir hafa borist frá fyrirtækjum í bænum og til liðs við verkefnið hafa gengið fjölmargir listamenn sem stóðu m.a. fyrir dagsskrá í húsinu á Eistnaflugi um liðna helgi og síðan  verðuráframhaldandi opin Listasmiðja í sumar.

Á www.facebook.com geta þeir sem eru vinir Frú Lú Lú séð upplýsingar um framvindu mála á Eyrinni.

nes2009-07_-_eyrin__sveitin_og_fleira_078_vefur.jpg

 

 

 

Texti og myndir: Áslaug Lárusdóttir, fréttaritari Austurgluggans í Neskaupstað.