Skip to main content

Virkjum landið og miðin

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jún 2009 10:24Uppfært 08. jan 2016 19:20

Næsta málþing Landsbyggðarinnar lifi, nú í samvinnu við Framfarafélag Fljótsdalshérað, undir kjörorðinu ,,Farsæld til framtíðar“ verður haldið á Möðrudal á Fjöllum, fimmtudaginn 11. júní kl. 15.

Undirtitill þessa þings verður ,,Virkjum landið og miðin“ þar sem hvers konar auðlindanýting og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar verða meðal umræðuefna.

framfaraflag.jpg

 

Framsögur hafa eftirtalin:

 

Ráðgjafi um fiskveiðimál, Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, Reykjavík.

Lómatjarnarsystur: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra.

Sauðfjárbóndi, Þorsteinn Bergsson, Unaósi.

Sjávarútvegsfræðingur, Pétur Bjarnason, Egilsstöðum, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands.

 

Fjallakaffi

 

Pallborðsumræður:

Auk framsögufólks á þar sæti heimafólk í Möðrudal og fólk af sjávarsíðunni. Stjórnandi pallborðsumræðna er Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.