Vinnuslys í álverinu

Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði,  þegar  maður  klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lækna er maðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Samstarfsmenn mannsins brugðust hárrétt við og sýndu mikið snarræði þegar slysið varð. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir.

lver.jpg

-

mynd/Alcoa Fjarðaál

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.