Vilja rannsókn á Gift ehf.

Djúpavogshreppur og Vopnafjarðahreppur hafa sameiginlega óskað liðsinnis lögfræðideildar Sambands íslenskra sveitarfélaga við að ganga frá erindi til sérstaks saksóknara um opinbera rannsókn á fjárfestingafélaginu Gift ehf. Á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 3. september sl. lýsti hún ánægju með að málið væri komið í þann farveg.

dmur.jpg

Gift ehf. var stofnuð haustið 2007 í kjölfar þess að Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar var lagt niður. Tók Gift við fjármunum félagsins, sem hafði verið í eigu þeirra sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum. Vopnafjarðahreppur og Djúpavogshreppur voru þar á meðal. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, hefur sagt að fram hafi komið árið 2007 að Gift ætti um 30 milljarða króna og að 20 milljarðar yrðu greiddir til þeirra aðila sem áttu fjármagn félagsins í upphafi. Sveitarfélögin hafi verið hlunnfarin um sinn skerf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.