Vilja byggja heilsulind í landi Unaóss

Sænskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á uppbyggingu heilsulindar í landi Unaóss, yst í Hjaltastaðarþinghá á Fljótsdalshéraði. Eftir því sem næst verður komist byggir hugmyndin á fögru umhverfi á svæðinu og góðu aðgengi að sjó, en hlýjar sjólaugar, heilsumeðferðir og vel búin gistiaðstaða eru á teikniborðinu. Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi, sagði aðeins um hugmynd að ræða enn sem komið er, en staðfesti að Svíarnir hefðu rætt við hann um möguleika á uppbyggingu heilsulindarinnar.

orsteinn_bergsson_unasi.jpg

 

Sagðist hann ekki ginnkeyptur fyrir miklu raski eða umferð um land sitt, en þó væri vert að skoða hugmyndina nánar ef sænsku fjárfestunum væri einhver alvara. Hann vildi ekki að svo stöddu gefa neitt upp um hvaða aðila er um að ræða, en sagði þá tengda sambærilegum heilsulindarekstri í suðurhluta Svíþjóðar. Þorsteinn telur að mál muni eitthvað skýrast með vorinu og ef af verður gætu framkvæmdir hafist innan þriggja ára.

 

 

Mynd: Þorsteinn Bergsson/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.