„Við tókum ítölskuna alla leið”

„Við ákváðum að breyta algerlega um konsept, færa okkur yfir á ítalska vísu, en þó eru nokkrir réttir með íslensku tvisti,” Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri 701 Hotels, um veitingastaðinn Glóð í Valaskjálf, sem nýlega var opnaður aftur eftir breytingar. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Glóð fyrir stuttu. 



„Ofninn er handsmíðaður á Ítalíu og pizzabakarinn er sérmenntaður sem slíkur, frá Róm,” segir Sigrún um þá staðreynd að ákveðið var að fara alla leið með ítölsku hugmyndafræðina á staðnum. Íslenskur viður úr Hallormsstaðaskógi er notaður við baksturinn.

Tvennskonar pizzur eru á matseðlinum. „Við erum með þessar venjulegu pizzur, með tómatmauki. Hins vegar erum við með „Pizza Bianca”, sem er hvít pizza, án maukaðara tómata, en þá skiptir máli að bera fram gæða ólifuolíu,” segir Sigrún. Þó er ekki einungis hægt að fá pizzur á Glóð, heldur einnig pastarétti, kjöt og fisk.

Sigrún segir viðtökurnar á nýja staðnum hafi verið góðar. „Þær hafa verið alveg vonum framar. Kannski er verðlagningin að hjálpa okkur þar, við reynum að verðleggja matinn lægra og fá fleira fólk inn.”

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.