Vetrarbrautarmeistari í lomber

lomber_sigurlid2012_web.jpg
Vetrarbrautarmót í lomber var haldið um helgina á Skriðuklaustri. Á það mættu hátt í 30 manns víðsvegar að af Austurlandi og einnig úr Húnaþingi. Spilað var frá hádegi og fram undir miðnætti. 

Við uppgjör kom í ljós að vetrarbrautarmeistari með 248 stig var Niels Sigurjónsson frá Fáskrúðsfirði. Í öðru sæti varð Hávarður Sigurjónsson frá Blönduósi og Óttar Orri Guðjónsson Fellabæ varð þriðji. 
 
Einnig voru veitt verðlaun íliðakeppni og varð sveit Fáskrúðsfirðinga þar stigahæst með Niels og hinn 99 ára gamla Guðjón Daníelsson í broddi fylkingar. 

Það voru  Lomberklúbburinn Tótus og Gunnarsstofnun sem stóðu fyrir mótinu og styrktaraðilar voru Spilavinir og Alcoa Fjarðaál.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.