Verklokum við Kárahnjúkavirkjun fagnað á föstudag

Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lýkur formlega með athöfn í Fljótsdalsstöð næstkomandi föstudag að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Ráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, flytja ávörp. Afhjúpað verður upplýsingaskilti við stöðina um framkvæmdirnar og björgunarsveitir á Jökuldal og Héraði fá afhenta styrki í tilefni tímamótanna.

krahnjkar_arennslisgng.jpg

Sama dag kemur út ritið Orkubrunnur á Austurlandi, 130 bls. rit Landsvirkjunar með svipmyndum úr sögu Kárahnjúkavirkjunar og viðtölum við fólk sem ýmist vann að virkjuninni eða kom að henni á annan hátt. Meðal viðmælenda eru Yrsa Sigurðardóttir, Sigurbergur Konráðsson, Örn Þorleifsson í Húsey, Guðmundur Ármannsson á Vaði og ýmsir starfsmenn Impregilo og annarra verktaka sem komu að verkinu.

-

Ljósmynd/www.karahnjukavirkjun.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.