Verklokum í Kárahnjúkavirkjun fagnað

Verklokum var fagnað í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í gær. Friðrik Sophusson lauk þá rúmlega ellefu ára embættistíð sinni sem forstjóri Landsvirkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í ávarpi að mikilvægt væri að sátt næðist um framtíðarnýtingu auðlinda Íslendinga og áhersla yrði lögð á að rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma yrði lögð fyrir á yfirstandandi þingi og lögfest. Agnar Olsen, settur forstjóri Landsvirkjunar uns Hörður Arnarson tekur við um áramót, afhenti Björgunarsveitunum á Héraði og Jökuldal milljón krónur hvorri í styrk. Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði söng í hófinu og Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur Valþjófsstaðarprestakalls minntist þeirra fimm manna sem létust meðan á byggingu virkjunarinnar stóð.

kr1.jpg

kr2.jpgkr3.jpg

 

Svipmyndir úr Fljótsdalsstöð/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.