Veraldarvinir opna sýningu í Neskaupstað í dag

Sextán sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina, bjóða íbúum Fjarðabyggðar og öðrum gestum á ljósmyndasýningu sem opnar í vélaverkstæði dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað kl. sex í dag.

veraldarvinir.jpg ,,Við erum sextán sjálfboðaliðar og komum alls staðar að úr heiminum til að vinna að umhverfis- og ljósmyndaverkefni í tvær vikur hér í Fjarðabyggð. Við komum hingað fyrst með það í huga að deila með ykkur ógleymanlegri reynslu í íslensku samfélagi en einnig til að hreinsa umhverfið og hugsa um náttúruna.

Okkur þykir verulega vænt um náttúruna á þessum fallega stað og langar okkur til að fanga minningarnar með fallegum ljósmyndum. Við höfum gengið um byggðina og tekið myndir af fólki, landslagi og hvers dags lífinu á þessum yndislega stað.

Í tilefni af þessu er ykkur boðið á ljósmyndasýninguna sem mun eiga sér stað að Vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar að Eyrargötu í Neskaupstað klukkan 18 til 21, 20. ágúst 2009. Sýningin verður einnig opin föstudag og laugardag milli kl. 14 og 19.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Veraldarvinir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.