Vel sóttur íbúafundur um lokun bæjarskrifstofu

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Neskaupstað á föstudag var bæjarstjórn Fjarðabyggðar afhentur undirskriftalisti þar sem 530 manns mótmæla því að bæjarskrifstofu í Neskaupstað verði lokað um áramót og starfsemi hennar flutt á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

Margir íbúa eru óánægðir með fyrirhugaða breytingu og ætlar hluti starfsfólks á bæjarskrifstofunni að hætta ef starfsemin verður flutt yfir á Reyðarfjörð.

Guðmundur Þorgrímsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, sagði að þrátt fyrir þessa afstöðu um þriðjungs íbúa í Neskaupstað, stæði ákvörðun bæjarráðs. Bæjarbúar fengju áfram óbreytta þjónustu, sem eftirleiðis yrði í bókasafni bæjarins.

Í samstarfsyfirlýsingu Fjarðalista og Framsóknarflokks, sem myndi meirihluta í bæjarstjórn, segi að árið 2012 skuli bæjarskrifstofur í Fjarðabyggð vera komnar undir eitt þak á Reyðarfirði. Það þýði ekki að það eigi ekki að gerast fyrr en 2012.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.