Vegur í Skriðdal boðinn út

Vegagerðin hefur auglýst vegagerð á hringveginum í Skriðdal. Um er að ræða 11 kílómetra langan kafla. Þar af verða 4,7 kílómetrar endurbyggðir en 6,3 kílómetrar verða nýr vegakafli. Vegalínan mun ýmist liggja um núverandi veg, tún eða mjög lítið grónar eða ógrónar áreyrar. Nýjar brýr verða byggðar yfir Þórisá, 10 metra löng, Eyrarteigsá, 14 metrar, og Jóku, 32 metrar. Einbreiðar brýr eru yfir þessar ár á núverandi vegi. Allar verða brýrnar tvíbreiðar með 8,5 metra breiðri akbraut og hálfs metra breiðum bríkum.

Tilboðum í verkið á að skila fyrir 19. maí. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2011.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.