Vefmyndavél í Kverkfjöllum

kverkfjoll_wrb.jpg

Skipt hefur verið um vefmyndavél við Hveradal í Kverkfjöllum. Nú er komin víðari mynd af Galtarlóni (lónið í botni Hveradals) auk þess sem hverasvæðið sjálft sést betur. 

 

Niðri í hægra horninu sést mjög virkur leirhver sem eys leir yfir stórt svæði. Hverinn hefur verið mjög virkur upp á síðkastið með tilheyrandi leirgosum (frussi).

Þá hefur annarri linsu verið beint yfir Dyngjufjöll, Herðubreið og Upptyppinga. Sjá má myndir úr vélinni með að smella hér.

Veðurstöðin gengur svo sinn vanagang og skrásetur upplýsingar um veðurfar sem verða svo nýttar til að bæta veðurspárlíkön fyrir Kverkfjöll.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.