Skip to main content

Vannært fé og hræ í fjárhúsunum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. jún 2009 01:09Uppfært 08. jan 2016 19:20

Ábúendur á Stórhól í Álftafirði brutu reglur um meðferð búfjár. Féð var vannært og skepnur sem drápust á sauðburði voru enn í fjárhúsunum.

 

ImageLæknirinn og eftirlitsmaðurinn ákváðu að nóg væri komið í seinustu viku eftir að ábúendur höfðu ítrekað haft aðvaranir þeirra og samninga um að fækka fé að vettugi. Við komu þeirra í húsin kom í ljós að féð var vannært og ekki hafði verið farið með dýr sem drepist höfðu á sauðburði út úr húsunum.

Í svæðisfréttum sagði Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, að ítrekaðar hefðu verið gerðar skriflegar athugasemdir við ábúendur á Stórhól. Sveitarfélagið hefði einnig gert samning við þá um úrbætur og fækkun á fénu. Við það hefði ekki verið staðið. Á bænum eru í dag um 1300 fjár en líklegt er að þeim þurfti að fækka um að minnsta kosti helming í haust. Ólafur segir klárt að þarna hafi verið framin býsna gróf lögbrot.