Valdefling í verki í Neskaupstað

Málþing um valdeflingu í verki, á vegum Hlutverkaseturs, Rauða kross Íslands, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og SAust, verður haldið í Safnaðarheimilinu  Neskaupstað á morgun, 10. september nk.  kl. 8.30 – 16.00. Málþingið á erindi við alla, fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, stjórnmálamenn, atvinnulíf, menntastofnanir sem og almenna borgara.

hendur_vefur.jpg

Málþingið  fjallar um hugmyndafræði sjálfseflingar/valdeflingar.  Hvað verndar geðheilsuna? Hvað styrkir geðheilsuna? Hvað skiptir máli í samfélagi manna, í þjónustunni, í fari starfsmanna, aðstandenda, vina og samstarfsmanna?   Kynnt verða helstu baráttumál og á hvern hátt þátttaka í hagsmunabaráttu bætir geðheilbrigði. Kynnt verða úrræði á vegum Fjarðabyggðar, SAust, Starfsendurhæfingar Austurlands (SarfA) og Rauða kross Íslands. Aðstandendur, notendur og þjónustuveitendur deila reynslu sinni.

Málþingið hefst kl. 08:30 og stendur til kl. 16:00.

 Setning –  Helga  Jónsdóttir, bæjarstýra, fundarstjóri

 Samráð – Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í Heilbrigðismálaráðuneytinu

 Sannreynd þjónusta  – Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs

 Kaffihlé

 Að fá tækifæri – Védís Drafnardóttir, starfsmaður Hlutverkaseturs

 Starfsendurhæfing í  Fjarðabyggð – Jón   Knútur Ásmundsson, félagsfræðingur StarfA í Fjarðabyggð

 Hvað er á döfinni ? – Sigríður Herdís Pálsdóttir, starfsmaður hjá Rauða kross Íslands í Fjarðabyggð

 Umræður

 Matarhlé

Úrræði í heimabyggð – Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar

Reynsla aðstandanda –  Jón Knútur Ásmundsson

Sjónarhorn  skóla -  Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

Geðverkefni á Austurlandi (gevA) - Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri SAust

Samherjar á Fljótsdalshéraði -  Sveinn Snorri Sveinsson, formaður deildar Geðhjálpar á Austurlandi.

Kaffihlé

Baráttumál -  Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs

Hópastarf, umræður og samantekt

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.