VA úr leik

Lið Verkmenntaskóla Austurlands féll úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld þegar það tapaði 28-8 fyrir liði Kvennaskólans í Reykjavík í annarri umferð keppninnar.

 

ImageÚrslitin voru ráðin eftir hraðaspurningarnar þegar Kvennaskólinn var 19-4 yfir. Ein sjö stig öfluðu liðsmenn Verkmenntaskólans sér út á þekkingu á knattspyrnu og tónlist. Liðið skipuðu Ásgeir Friðrik Heimisson, Guðmundur Daði Guðlaugsson og Martin Sindri Rozenthal.

Kvennaskólinn er þar með kominn í sjónvarpshluta keppninnar. Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra eftir viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.