VA áfram í Gettu betur

Lið Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 14-10 sigur á liði Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í gærkvöldi.

 

va_gettu_betur_we.jpgKeppnin var jöfn og spennandi en VA var 9-8 yfir eftir hraðaspurningar. Akureyringar jöfnuðu í fyrstu bjölluspurningu en eftir það seig VA aftur framúr. Lið VA í gærkvöldi skipuðu Ásgeir Friðrik Heimisson, Guðmundur Daði Guðlaugsson og Martin Sindri Rozenthal.

Í gærkvöldi var dregið í annarri umferð keppninnar en þau lið sem sigra andstæðinga sína þar komast í sjónvarpshluta keppninnar. Verkmenntaskólinn keppir annað kvöld klukkan 20:00 við Kvennaskólann í Reykjavík. Þar gæti erfitt þar sem Kvennaskólaliðið var í Sjónvarpinu í fyrra og stóð sig vel í fyrstu umferðinni.

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum, sem vann lið Menntaskólans við Sund, 22-19, í seinustu viku, mætir liði Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra miðvikudagskvöldið 27. janúar klukkan 20:00. FNV sat hjá í fyrstu umferð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.