Uppselt á Bræðsluna

braedslan_2011_0006_web.jpg
Uppselt er á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem fram fer á Borgarfirði síðasta laugardaginn í júlí. Tónleikahaldarar eru ánægðir með söluna sem hefur aldrei verið betri.
 
„Miðasalan hefur aldrei gengið eins og fyrir þessa tónleika. Fyrir þá sem ekki fengu miða þá verður bara að kaupa fyrr á næsta ári. Það verður engin miðasala við Bræðsluna á - það er alveg uppselt!“ segir í frétt frá þeim.

Að þessu sinni eru Mugison, Fjallabræður og Valgeir Guðjónsson aðalnúmerin á Bræðslukvöldinu sjálfu. Orðrómur er enn í gangi um að Bandaríkjamaðurinn John Grant bætist einnig í hópinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.