Uppsagnir hjá Héraðsverki

Héraðsverk hefur sagt upp flestum þeim starfsmönnum sem starfa úti í verkum. Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir ástæðuna vera að fyrirséð er að starfsemi félagsins verði í lágmarki yfir vetrarmánuðina.

vegager.jpg

,,Þetta var einnig gert í fyrra og hefur eftir því sem ég best veit löngum verið gert hjá atvinnurekendum sem búa við árstíðarbundnar sveiflur á starfsemi.“
Hilmar segir Héraðsverk standa vel og hluthafar félagsins hafi lagt gríðarlega mikið á sig síðustu misseri til að gera félagið vel í stakk búið að mæta samdrætti, þó enginn hafi gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði eins mikill og raun ber vitni. ,,Héraðsverk stendur ágætlega verkefnalega séð, þó verulega hafi dregist saman miðað við fyrri ár. Það var að einhverju leyti viðbúið. Mikil verkþekking og geta er til staðar innan félagsins og munum við leitast við að nýta þau verðmæti.“
Að sögn Hilmars eru helstu verkefni Héraðsverks nú vegagerð við Hófaskarð, sem sé reyndar langt komin, og vegagerð í Skriðdal sem er nýhafin.

 

Ljóst er að stór hluti þeirra sem sagt er upp nú hafa unnið að byggingu Hófaskarðsvegar. Verklok þar voru fyrirhuguð um miðjan nóvember, en þar sem ekki hefur tekist að semja um land undir 1,5 km vestast á kaflanum er verkefnið sett á bið af hálfu Vegagerðarinnar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.