Uppsagnir hjá Fjarðabyggð

Starfsmönnum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í áhaldahúsum á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Stöðvarfirði var sagt upp í dag. Fjarðabyggð sagði einnig upp skrifstofufólki á Norðfirði og Reyðarfirði í gær. Tilgangurinn mun vera að afnema þær greiðslur til starfsfólksins sem eru umfram kjarasamninga. Bæjaryfirvöld hafa sett stefnuna á 10% niðurskurð í launakostnaði hjá sveitarfélaginu á þessu ári og er þetta liður í að fylgja samþykkt þar um eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.