Upphafskvóti 40 þúsund tonn

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað til skipa í dag en eru þau til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 16. október 2009. 

Í nótt var 900 tonnum af síld landað úr Ásgrími Halldórssyni hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Síldin er ágætlega væn og eru fleiri skip nú á síldveiðum.

sild.jpg

Ennfremur hefur ráðherra ákveðið að reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða verði breytt á þann hátt að skylt sé að færa allan afskurð sem fellur til við vinnslu síldarinnar um borð í fullvinnsluskipum í land.

 

Einnig verður gerð breyting á reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld þar sem heimild til að sleppa niður lifandi síld í nót er afturkölluð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.