Skip to main content

Ungir Reyðfirðingar fara á kostum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. mar 2009 09:02Uppfært 08. jan 2016 19:19

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar var haldin fyrir fullu húsi síðastliðið miðvikudagskvöld. Þema hátíðarinnar var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision eða Reyðóvision. Meðal frábærra skemmtiatriða var  frumsamið þungarokk, skrautlegt Eurovisionpartý, áheyrnarprufur þar sem ólíklegustu þátttakendur birtust og lifandi póstkort frá Íslandi. Nemendur fóru hreinlega á kostum í hlutverkum sínum og það var sungið, spilað á hljóðfæri, dansað og leikið af hjartans lyst.

Reyðarfjörðurársh 

 

 

Ljósmyndir/Unnur Sveinsdóttir