Ungir húsahönnuðir sýna

Sýning á húsamódelum, hönnuðum af nemendum 7. – 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla hefst á laugardag í Bókabúðinni; verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Verkefnið var unnið í samkennslu myndmenntar og upplýsingamenntar og markmiðið að nemendur öðluðust þekkingu á þeim möguleikum sem tölvan býður upp á til viðbótar við hefðbundna miðla til sköpunar s.s. teikningu, málun og mótun. Nemendur kynntu sér auðar lóðir á Seyðisfirði og hönnuðu svo sín eigin hús út frá staðsetningu, reglugerðum og samræmi við nærliggjandi byggingar. Nemendurnir teiknuðu húsin í Google Sketchup og unnu svo módel af þeim út frá teikningunum. Húsin verða til sýnis til 7. júní.

seyfirskir_krakkar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.