Skip to main content

Undirbúningur Ormsteitis að hefjast

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. maí 2009 20:37Uppfært 08. jan 2016 19:20

Ormsteiti er haldið ár hvert á Fljótsdalshéraði og nú er undirbúningur að hefjast á fullum krafti.  Að þessu sinni ber hátíðina upp frá 14. – 23. ágúst næstkomandi.  Borgarafundur verður haldinn um hátíðina í Valaskjálf, þriðjudaginn 12. maí og hefst fundurinn kl. 20.00.

ormsteiti_vefur_1.jpg

Segir á vef Fljótsdalshéraðs að forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka séu sérstaklega hvattir til að mæta.  Þar sem efnahagsástandið hafi verið bágborið síðustu mánuði séu allir hvattir til þess að koma með tillögur um hvernig hægt er að viðhalda þessari frábæru hátíð.  Einnig er mikilvægt fyrir stjórnendur Ormsteitis að fá tillögur frá forsvarsmönnum atvinnurekanda um hver sýn þeirra er á virði og mikilvægi hátíðarinnar fyrir samfélagið. 

Íbúar sveitarfélagsins eru einnig hvattir til þess að koma og segja sitt álit, sem og að kynna sér hvernig stjórn Forskots/Ormsteitis sér fyrir sér hátíðina í ár með kynningu.  Ný stjórn verður kynnt til sögurnar sem og nýr framkvæmdastjóri.  Þá verður myndasýning frá hátíðum síðustu ára þar sem brot af því besta verður sýnt.