Undanúrslit Útsvars í kvöld

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpg
Fljótsdalshérað mætir Garðabæ í undanúrslitum spurningakeppninnar Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld. Þetta er önnur viðureign liðanna á þessum vetri.

Liðin mættust áður í fyrstu umferð keppninnar í ár. Garðabæ hafði þá betur en Fljótsdalshérað komst áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum. Síðan hefur Fljótsdalshérað slegið út Dalvíkurbyggð og Hveragerði.

Fljótsdalshérað komst í úrslit árið 2009 en tapaði þar fyrir Kópavogi. Garðabær vann keppnina árið 2010.

Lið Fljótsdalshéraðs skipa sem fyrr Stefán Bogi Sveinsson, Ingunn Snædal og Þorsteinn Bergsson. Útsendingin hefst klukkan 20:10. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.