Undanúrslit Útsvars í kvöld

utsvar_fljotsdalsherad_web.jpg
Fljótsdalshérað mætir Garðabæ í undanúrslitum spurningakeppninnar Útsvars í Sjónvarpinu í kvöld. Þetta er önnur viðureign liðanna á þessum vetri.

Liðin mættust áður í fyrstu umferð keppninnar í ár. Garðabæ hafði þá betur en Fljótsdalshérað komst áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum. Síðan hefur Fljótsdalshérað slegið út Dalvíkurbyggð og Hveragerði.

Fljótsdalshérað komst í úrslit árið 2009 en tapaði þar fyrir Kópavogi. Garðabær vann keppnina árið 2010.

Lið Fljótsdalshéraðs skipa sem fyrr Stefán Bogi Sveinsson, Ingunn Snædal og Þorsteinn Bergsson. Útsendingin hefst klukkan 20:10. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar