Ullarverð hækkar um 8 prósent

Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti í gær. Samkvæmt því hækkar ullarverð til bænda um 8% frá og með 1. nóvember nk. Ullarverð hækkaði síðast þann 1. nóvember 2008 og frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7% þannig að hækkunin nú vegur ekki upp almennar verðhækkanir.

kindur_lit1.jpg

Rekstur Ístex hefur gengið vel á árinu og fyrirtækið fjórfaldar hlut sinn í ullarverðinu á milli ára. Það breytti þó forsendum að miklu meira magn ullar barst til Ístex á liðnum vetri heldur en fyrri samningur gerði ráð fyrir eða 717 tonn í stað 640. Þar sem greiðslur vegna ullarnýtingar í sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki magntengd, hefur það áhrif á verðlagninguna nú.

Verð einstakra flokka verða sem hér segir:
Miðað er við verð pr. kíló af hreinni ull.

Lambsull: 648 kr./kg
H-1: 588 kr./kg
H-2, M-1-S, M-1-G og M-1-M: 527 kr./kg
M-2: 46 kr./kg

Matsgjald til bænda verður 22 kr./kg

Greiðslum til bænda verður flýtt frá því sem var í fyrra samningi og fyrirkomulag þeirra er eftirfarandi:
Fyrri greiðsla - 70% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er í nóvember 2009 verði greidd 31. janúar 2010.
Ull sem skráð er í desember 2009 og janúar 2010 verði greidd 28. febrúar 2010.
Eftir þann tíma verði greitt í lok næsta mánaðar eftir skráningarmánuð.

Seinni greiðsla - 30% af heildarverðmæti
Ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2010 verði greidd að fullu fyrir 1. september 2010.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.