Tveir fluttir suður eftir bílveltu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. jún 2009 10:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Tveir einstaklingar voru fluttir til Reykjavíkur og þrír norður til Akureyrar eftir bílveltu í Grænafell í Reyðarfirði í nótt.
Fimm ungmenni, rétt innan við tvítugt, voru í bílnum sem valt um tvö hundruð metra. Hann lenti á hjólunum. Bílstjórinn var sautján ára. Farþegar í bílnum köstuðust út en samkvæmt upplýsingum Austurgluggans fór betur en á horfðist. Ekkert ungmennana mun vera í lífshættu. Mikil þoka var á staðnum þegar slysið varð.