Tónleikarnir Á niðurleið í kvöld

Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari feta sig niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð í kvöld. Á dagskránni eru aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt.

 

bjarnithorkristinssonvefur.jpgBjarni Thor Kristinsson bassi stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur og Garðari Cortes og síðan við Tónlistarháskólann í Vín hjá Helene Karusso og Curt Malm.

Að námi loknu var Bjarni ráðinn við Þjóðaróperuna í Vín þar sem hann starfaði sem fastráðinn söngvari 1997-2000. Síðan þá hefur hann verið í lausamennsku. Hann er búsettur í Berlín.

Fram til þessa hefur Bjarni að mestu leyti fengist við óperur Mozarts og Wagners. Má þar nefna hlutverkin Sarastro og Þul í Töfraflautunni, Leporello og Commendatore í Don Giovanni, Don Alfonso í Cosi fan tutte og Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu (allt óperur eftir Mozart); Daland í Hollendinginum fljúgandi, Pogner í Meistarasöngvurunum frá Nürnberg og Titurel í Parsifal (allt Wagner óperur). Önnur veigamikil hlutverk hafa t.d. verið: Baron Ochs í Rósariddaranum eftir Strauss, Pímen í Boris Godunow eftir Mussorgskí, Bottom í Draumi á Jónsmessunótt eftir Britten, van Bett í Zar und Zimmermann eftir Lortzing, John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai, Dulcamara í Ástardrykknum og Gamli maðurinn í Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson.

Fyrir utan Þjóðaróperuna í Vín hefur Bjarni Thor m.a. sungið í eftirtöldum óperuhúsum: Íslensku óperunni, Ríkisóperunni í Berlín, Þjóðaróperunni í París og Chicago Lyric Opera, ásamt óperuhúsunum í Palermo, Verona og Wiesbaden. Þá hefur Bjarni Thor m.a. tekið þátt í flutningi á Sálumessu Verdis og Messíasi eftir Händel auk þess að koma fram á fjölda tónleika; síðast í Salnum í Kópavogi haustið 2001.

astridur_alda.jpgFramundan bíða Bjarna Thors ýmis verkefni hjá ýmsum óperuhúsum, m.a.: Flórens: Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu Berlín: Baron Ochs í Rósariddaranum París: Geisterbote í Frau ohne Schatten Vín: Turco í Turco in Italia eftir Rossini Ástríður Alda Sigurðardóttir hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Vorið 1999 lauk hún einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Önnu Þorgrímsdóttur. Á árunum 2000-2003 stundaði hún nám hjá Reiko Neriki við Indiana University - Jacobs School of Music í Bloomington þar sem hún lauk Artist Diploma með hæstu einkunn. Ástríður hefur sótt fjöldann allan af námskeiðum, og tímum í píanóleik og kammertónlist hjá listamönnum á borð við Geörgy Sebök, Ludwig Hoffmann, Janos Starker, Jürgen Schröder og Olaf Dressler. Við Indiana University naut hún styrkja frá skólanum en einnig hefur hún tvívegis fengið styrk úr minningarsjóði Birgis Einarssonar auk hvatningarstyrks frá Hafnarfjarðarbæ. Ástríður hefur komið víða fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal  á Listahátíð í Reykjavík. Þá hefur hún komið fram sem einleikari með Internationales Jugendsinfonie-orchester Elbe-Weser í Þýskalandi, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.
Ástríður er meðlimur í kammerhópnum Electra Ensemble og tangósveitinni Fimm í tangó sem sérhæfir sig í finnskri tangótónlist. Á síðasta ári kom út geisladiskurinn Aldarblik með Ástríði og söngvurunum Eyjólfi Eyjólfsyni og Ágústi Ólafssyni.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.